.
Ég sé þig, 2020.
Gjörningur fluttur innan verksins Ég sé þig eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur á Gjörninga hátíðina- A!, Listasafn Akureyrar.
“ÉG SÉ ÞIG’’
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
býður til spunaÞegar tónn berst að eyra og eyra mætir hönd dansa fætur við maga og magi andar rómi sem fyllir tíma í rúmi. Hvert líf með öðru, hvar dafnar og dvelur, hreyfir við huga og staldrar við. Ég sé þig og þú mig sem þið sjáið og við erum sem verður þegar staðið er.Við samstarf listamanna verða til töfrar sem aðeins eiga sér stað í skapandi flæði. Stundin er mögnuð, samruninn alger og traust milli ólíkra heima ljær lífinu vængi.
Aðalheiður hefur unnið með ýmsum listamönnum að gjörningum og leggur nú af stað í ævintýraferð með sköpunarkraftinn að leiðarljósi. Listamennirnir sem kallaðir eru til leiks að þessu sinni eru tvíeykið Silfrún Una Guðlaugsdóttir og Tara Njála Ingvarsdóttir, Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, Freyja Reynisdóttir, Brák Jónsdóttir, Harpa Björnsdóttir og Arna Guðný Valsdóttir. Öll áhersla er lögð á frjálst flæði og hughrif sem verða á milli einstaklinga sem komast í tímalausar aðstæður. Þátttakendur koma frá mismunandi stöðum og bera með sér ólíkan uppruna og lífsreynslu, en eru samt á endanum eins.”