Tilfiningamatarboð vol 1 : Tilhlökkun, 2021 
Einkasýning í Kaktus: Tilfiningamatarboð hluti 1 : Tilhlökkun. 
Lengd: 32 mín

Þann 13. mars 2021 komu ellefu vinir saman til þess að fagna og töfra fram tilfinninguna tilhlökkun. Þátttakendum gjörningsins var boðið að koma með einn rétt sem að þau elduðu út frá tilfinningunni og klæðnað sem fyllti þau tilhlökkun. Í gegnum kvöldið kölluðu þau fram tilfininguna með sögum, vangaveltum og líðan. Á sýningunni var sýnt vídeóverk sem er skrásetning þáttökugjörningsins. 

Tilfinningamatarboð er sería af matarboðsgjörningum og er þetta fyrsti hluti hennar sem var sýndur í Kaktus, Akureyri. Hvert Tilfinningarmatarboð fyrir sig skoðar eina tilfinningu og fagnar henni.