Tilfiningamatarboð vol 3 : Berskjöldun, 2022
Ljósmynd, recipe, hljóðverk
Lengd: 53 mín
Þann 22. mars 2022 komu Tara og Silfrún saman til þess að fagna og töfra fram tilfinninguna berskjöldun. Þær elduðu súpu með tilfinningunn og i til að kalla fram voru þær án klæða. Á meðan súpan mallaði fóru þær inní tilfininguna með sögum, vangaveltum og líðan. Á sýningunni var sýnt ljósmynd með uppskrift af Vunerability Soup og hljóðverk sem inniheldur samtal þeirra.
Tilfinningamatarboð er sería af matarboðsgjörningum og var þetta þriðji hluti hennar sem var sýndur í Den Haag á samsýningunni Playing Housei. Hvert Tilfinningarmatarboð fyrir sig skoðar eina tilfinningu og fagnar henni.