Um Töru og Sillu



Myndlistardúóið Tara og Silla er skipað af Töru Njálu Ingvarsdóttur (f. 1996) og Silfrúnu Unu Guðlaugsdóttur (f. 1996), og þær hafa unnið og pússað stígvélin sín saman sem Tara og Silla síðan þær hófu fyrst samstarf árið 2018 í myndlistarnámi við Listaháskóla Íslands. Þær luku báðar BA gráðu í myndlist vorið 2020.

Tara og Silla búa og starfa í Reykjavík.